þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Þriðjudagur til þrautar...

Ekki það að dagurinn minn hafi verið nokkuð erfiður, vaknaði seint fór í einn tíma í skólanum og hjólaði heim, reyndar var gott veður þegar ég fór í skólann, en þegar ég var nú á leiðinni heim var byrjað að rigna og mikið ofsalega var rigningin köld, já þetta var svona næstum því slydda en samt ísköld rigning....og ég bara á flíspeysunni....

Ég hef ekki sett inn myndir af þorrablótinu en ég hef komist yfir þrjár heimasíður sem að innihalda nokkuð góðar myndir af þessu fína mannamóti...................

Hún Sara, sem var kynnirinn okkar er með myndir hér, Bryndís var í nefndinni er með myndir hér og svo er það hún Elva sem að ég held að sé vinkona hennar Söru, sem er með myndir hér...

Takið eftir myndarlega stráknum með rasskynnarnar (ég)!!!

Engin ummæli: