mánudagur, febrúar 09, 2004

Jæja þá er þessi helgi afstaðinn...

...jú og líka þorrablót Íslendingafélagsins í Odense. Þetta var nú meiri törnin, 22 tímar á laugardaginn, tjútt frá kl. 18 til kl. 06.30 sem sé 12,5 tímar í hreint djamm. Það er nú langt síðan ég hef tekið svona á því. Annars tókst þetta með ágætum. Maturinn var góður, og hljómsveitin var frábær. Skemmtiatriðin heppnuðust vel og kynnarnir þau Sara og Elvar voru frábær. Semsé þeir sem að fóru EKKI á þetta blót, misstu af miklu,að mínu mati.
Reyndar var gærdagurinn ekki svo góður, ég var rifinn upp kl. 9.30 til þess að fara niður í hús og taka restina af dótinu og skila því niður í íslendingafélag, var kominn heim aftur um kl. 13 og kl 14.30 var slökknað á mér aftur þannig að það var ekkert gert í gær, allavegana ekki af minni hálfu, ég held að Þóra hafi náð að læra eitthvað en ég var sofandi........fórum svo frekar seint að sofa í gær, þannig að maður er ennþá þreyttur í dag..............ekki gott, vonandi fer þetta að lagast, annars hefur maður næstu viku til þess að jafna sig, það er nefnilega vetrarfrí hjá okkur. Maður byrjar fríið á því að fara á Þorrablót í Horsens og það verður örugglega annað eins djamm, en ég verð víst á rútu þannig að ég verð bara í gosinu............

Jæja...nóg í bili, nú tekur lærdómur við....

Engin ummæli: