Jæja þá fer að líða að því...
Já það fer að koma að því að ég fái internet tengingu í íbúðina en hingað til hef ég þurft að notast við netið í skólanum, þetta hefur gert manni svolítið erfitt fyrir þegar maður er að reyna að gera heimavinnunna. Ekki það að það er mikil heimavinna en það er nú svolítil og ég er ekki að nenna að gera hana hér í skólanum (er í skólanum og á að vera að gera eitthvað næringarfræðiverkefni, en ég er búinn að fá það metið en er samt að bíða eftir bréfinu sem gerir það official). Tölvurnar sem að við höfum aðgang að eru nefnilega ekki nema svona um 20 ára gamlar og svolítið seinar, það er eins og skólinn setji framm elstu tölvurnar fyrir nemendur en eru svo að kaupa nýjar og flottar fyrir kennara og starfsfólk.
En hvað um það, ég er ekki að láta það fara mikið í taugarnar á mér.....
Nú fer að koma vetrarfrí og við Þóra vitum ekki hvað við eigum að gera af okkur,l ég kom með hugmynd um það að slappa bara af, sauma gardínur og fara kanski í 2 daga heimsókn í sveitina með góðan mat og öl/rauðvín, kanski spila og svona, ekki eitthvað sem að kosta mikinn pening. Ég held að það verði raunin, að við verðum bara í einnhverri afslöppun, kanski að við splæsum á okkur bíl í einn eða tvo daga til þess að fara til Þýskalands og kaupa Benjammín (ost) og kanski nokkra öl kassa........þetta verður bara allt að koma í ljós.
En nú verð ég að fara að gera þetta verkefni þannig að við heyrumst síðar......
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli