fimmtudagur, mars 04, 2004

Þessi önn senn á enda...

Já það er rétt, þessi önn er senn á enda, ég er í skóla nefnilega sem keyrir skólaárið á svona 4 anna prógrami þar sem að hver önn er um 10 vikur. Reyndar er hægt að taka þetta nám á 20 vikum (2 annir), en þá er farið hraðar í gegn um námið og maður hefur ekki eins langan tíma til þess að reyna að ná samning einhversstaðar.

Annars var ég að fá lokaeinkunina úr Samfundsfag í dag og hún lofar góðu: 10 í einkun, og það eru víst ekki margir í bekknum sem að fá svona einkun, þannig að ég er einn af fáum sem er alltaf gaman.

Annars er lítið að frétta í augnablikinu, sólardagar verða sífellt fleirri en hitastigið er eitthvað að láta bíða eftir sér...eins og t.d. í dag var sól mest megnið af deginum en hitinn var ekki nema um 3°C sem er skítkalt. Það er svosem allt í lagi því að ég er búinn að teppaleggja svalirnar hjá mér og er núna að leita mér að hlut sem að er nauðsynlegur á allar svalir....já það er nefnilega GRILL...........er reyndar búinn að finna mér eitt sem að fæst í BILKA en það er svolítið stórt; 3 brennarar, grind og plata og ég hugsa að ég gæti grillað svona c.a. 4 lambalæri í einu á grillinu....eins og ég segi svolítið stórt... en ég held áfram að leita.

Nú styttist líka í páskana, og þá fáum við Þóra heimsóknir (2 stk.) Mamma og Maríanna litla frænka ætla að koma saman, það verður nú gaman að fá að vita hvernig það gengur hjá þeim að komast til Odense, en ég held að þær ætli sér að gera þetta aleinar, sem er náttúrulega bara frábært...
Nú svo kemur hún Guðrún Sigríður sem er frænka hennar Þóru, og það verður nú gaman að hafa hana hjá okkur líka. Vandamálið er reyndar að ég veit ekki hvar ég á að láta stelpurnar sofa, ætli ég tjaldi ekki bara fyrir mig hérna úti og láti stelpurnar sofa í íbúðinni...veit ekki, kemur í ljós!!!

En...

...meira síðar.

Engin ummæli: