laugardagur, mars 06, 2004

Saltkjöt og baunir...

Já það er rétt, við Þóra fórum með þeim Ingva og Nökkva til þess að fá okkur saltkjöt og baunir hjá Íslendingafélaginu hér í Odense. Mmmmmmm hvað það var gott.

Annars var gærdagurinn svona allur um áfengi og mat hjá mér...ég eyddi öllum deginum í skólanum. Fyrst við að flambera ávexti í mismunandi áfengistegundum eins og t.d. bananar flamberaðir í Malibu og Rommi, það er allt í lagi, en svolítið sætt. Svo kl. 14, þá hófst fredagsbar í skólanum og sat ég þar og sötraði nokkra bjóra með skólafélögum mínum til kl. 16, en þá nennti ég þessu ekki lengur og ákvað að hjóla heim, það gekk svona la la þar sem að bjórarnir einhverrahluta vegna brengluðu sjónina mína og gerði allar línur óbeinar....skrítið!!!!

Annars er ekkert að frétta, er að fara í afmæli í kvöld, og svo á að reyna að læra á morgun...

Hilsen

Engin ummæli: