Helgin gerð upp...
Jújú, eins og oft áður þá lætur maður sér ekki leiðast um helgar....
Á föstudaginn þá gerði ég ekki neitt.......(hehe)
Á laugardaginn þá vaknaði ég snemma til þess að undirbúa matarveisluna miklu um kveldið...mitt hlutverk, að koma með SUSHI handa fólkinu; þó svo að því leist nú ekkert á það. Allavegana, þá bjó ég til fjórar tegundir af SUSHI (Lax og avocado, Túnfiskur og avocado, Kaliforníurúllur með gúrku og Túnfiskur og gúrka)Mmmmm hvað þetta var gott (að mínu mati, og ég held flestra annara líka). Svo bjó ég til létt sumarsalat sem samanstóð af Mozzarella, tómötum og basilikum, kryddað með salt og pipar og örlítilli ólífuolíu.
Um kl. 14.00 þá fór ég niður í bæ til þess að hitta á eiganda Mona Rosa sem er mexikóst veitingahús hér í bæ og ég er að reyna að fá vinnu þar í sumar....og örlítið með skólanum. Hann mætti svo ekki fyrr en um kl. 15.00, en ég hitt hann samt og ég er nokkuð bjartsýnn á að ég fái vinnu þar í sumar........Cross your fingers!!!!
Núna er ég kominn að kveldinu mikla, við mættum hjá Sigurrósu og Ingva um kl. 19.00 og svo komu Gummi og Freyja stuttu seinna, Gummi var greinilega orðinn eitthvað svangur því að það fyrsta sem að hann gerði var að setja pönnu á helluna og ætlaði bara að fara að steikja túnfiskinn..........NEI, það gengur bara ekki þannig fyrir sig Gummi minn...............:-)
Við byrjuðum á því að gefa börnunum brauð.....eða pizzu....og sestum sjálf niður og fengum okkur forrétt (SUSHI) og svo var drifið sig í að undirbúa aðalréttinn sem samanstóð af: Túnfisk, Krónhyrti, Svínalundum, tvennskonar kartöflum, ostasalati og sósu..........Mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm.
Eftir allt þetta var boðið upp á Eplastrudel (eplaköku/pæ) og ostaköku sem að þær Sigurrós og Freyja bjuggu til.
Síðar um kveldið tók við skemmtilegt spjall og smá drykkja (Odense Klassik) og smá smakk af nammigotti...sem er nefnilega fjallakakó (SwissMiss og Stroh 80) og það er bara nammigott...
Á sunnudaginn var sofið út, en svo skellt sér í sveitina til þess að lagfæra gestahjólið sem að við áttum þar. Við stoppuðum ekkert og drifum okkur heim, með smá stoppi í garðinum hjá Freyju og Gumma, en það "smá" stopp varði eiginlega restina af deginum þar sem að við horfðum á þau vinna (hehe), en urðum leið og hjálpuðum þeim smá. Buðum þeim svo í mat þar sem að þau voru svo þreytt eftir góðan dag í góða veðrinu.
Í gærkveldi horfði ég svo bara á imbann og hafði það næs......
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli