miðvikudagur, apríl 21, 2004

Smá blogg kanski af því að ég hérna...

Það er nú lítið að frétta...

Ég var að lesa á bloginu hennar Sigurrósar að hann Nökkvi (strákurinn hennar) er að fara að taka þátt í 100 ára afmælishátíð hjá OB (Odense Boldklub) og var hann valinn sem einn af sjö í hópnum hans, fínn árangur hjá honum og til hamingju Sigurrós.

Ég er að fara í atvinnuviðtal á eftir hérna niðri í bæ...við erum þá að tala um sumardjobb, og vonandi svona smá með skóla, þetta er ekki svona staður þar sem að maður fer á samning á, en þetta er góður stökkpallur til að rembast við að fá þá á fínni stað, góð reynsla...

Blíðan hér í Odense er, held ég, komin til að vera. Þetta er búið að vera yndislegt og ég er að fíla þetta í köku, en samt ekki að fíla eins mikið þessi þrjú flugnabit sem að ég er með á löppunum, ég held að þetta sé eftir þennan fótbolta sem að ég dreif mig í á sunnudaginn. Það er aftur fótbolti í dag en ég er bara ennþá með harðsperrur og svo meiddist ég líka lítillega á löppinni, og ég ætla bara að láta það jafna sig áður en ég fer og sýni fleiri meistara takta hérna niðri á grasflöt.

Við Þóra fórum á Ryans í gær til þess að hitta hann Óla Litla, hann er í "lítilli" heimsókn hér í Odense, kom í gær, fer í dag... Hann var bara kátur, við spjölluðum aðeins um hann og hans familíu og komst ég þá að því að hann á von á stelpu í sumar (vissi reyndar að hann ætti von á barni) og svo hélt hann áfram með því að tilkynna okkur það að hann væri bara að fara að gifta sig núna í næsta mánuði....ég spyr bara hvað næst??????????
Annars vil ég nú bara segja til Óla, Kollu og Arons til hamingju með þetta allt saman, og takk fyrir boðið í brúðkaupið, en ég held að ég komist bara alls ekki.....sorrí. Mér finnst þetta alveg frábært hjá þeim.................

Jæja ætli þetta sé ekki komið nóg í bili....ég læt ykkur vita hvernig fer með sumarvinnuna mína hér í Odense.....

Engin ummæli: