miðvikudagur, apríl 28, 2004

Kjúklingur er bara andsk... góður...

Já ég var að enda við að elda ofaní okkur Þóru. Þemað var hollt og GOTT og ég held að mér hafi bara tekist nokkuð vel upp. Ég tók kjúkling og marineraði hann í olíu með kryddum og smá ediki. Síðan tók ég rauðlauk og skrældi hann og skar í 4 báta, eftir það tók ég litlar kartöflur og hreinsaði þær vel og skar svo í tvennt.

Ég skellti kartöflunum og lauknum í form og hellti svo restinni af marineringunni yfir og kryddaði með salti og pipar. Forbakaði þetta í ca. 15 mín.
Tók kjúllann og steikti ("lokaði) á pönnu og svo henti ég honum yfir laukinn og kartöflurnar.

Inn í ofn og bakað við 200°C, þangað til að kartöflurnar eru tilbúnar, ca. 20-30 mínútur.

Með þessu var köld sósa hrærð út í Sýrðan rjóma....

Mmmmmmmmm.....

Eins og ég segi Holt og GOTT, þar að auki alveg rosalega einfaldur og léttur réttur....

Verði ykkur að góðu

Engin ummæli: