fimmtudagur, apríl 29, 2004

Góður dagur í eldhúsinu...

Já það var sko fínn dagur í eldhúsinu í dag, þ.e. í skólanum (jú og líka heima; grillaðar pylsur). Í dag áttum við að búa til eftirrétti og það var sko flóra...ég og Chris áttum að búa til Eplagel, Vanillukrem, Panna Cotta (rjómi, sykur og matarlím soðið saman og voila eftirréttur) og svo að lokum eitthvað sem að danir kalla Sneæg, sem er í raun bara vanillukrem með svona einskonar marengsmassa útí (massinn á að líkjast eggi í laginu)...svo fannst okkur þetta ekki nóg þannig að við bjuggum til "Blæðandi" súkkulaðiköku sem er bara hreinasta snilld.....Mmmmmm . Þetta er svona súkkulaði kaka sem er bökuð að utan en er fljótandi í miðjunni....og det smager bare så godt...

Og afþví að ég er svo góður í mér þá læt ég fylgja hérna uppskrift af svona "blæðandi" súkkulaðiköku, sem að oft kallast Litla syndin ljúfa ( og belív jú mí hún lítil og ljúf syndin)...

LITLA SYNDIN LJÚFA
fyrir 6
140 g. Smjör
140 g. 70% súkkuklaði
2 stk. Egg
3 stk. Eggjarauður
140 g. Flórsykur
60 g. Hveiti

Hitið ofninn í 220°C án blásturs
Smyrjið lítil soufléform, eða litla kaffi/te bolla sem þola mikinn hita
Bræðið saman súkkulaði og smjör við vægan hita, og takið af hitanum þegar smjörið er orðið bráðið. Hrærið þangað til súkkulaðið er líka orðið bráðið
Hrærið saman eggjum og eggjarauðum og bætið í flórsykri
Blandið súkkulaðiblöndunni saman við og hrærið vel í
Bætið að lokum við hveitinu og munið að hræra vel en samt ekki of lengi

Setjið ca. 1 dl í hvert form og bakið í 11-12 mínútur ÁN BLÁSTURS ( hægt er að gera þetta klárt deginum áður, ef deigið hefur er sett í ofninn beint úr kæliskáp bætið þá 1-2 mínútum við baksturstímann)
Takið formin út og látið standa í ca. 3 mínútur

Berið fram með ís eða krapís, líka gott að gera sósu úr 1 hluta berjum, 1 hluta flórsykri og smá vatni blandað saman í matvinnsluvél og sigtað (má sleppa því að sigta, þá verður sósan bara grófari)

Verði ykkur að góðu

Engin ummæli: