30 kílómetra hjólatúr er alltaf hressandi
Já, þannig var það nú í gær að við héldum af stað sex fullorðin og tvö börn í hjólreiðatúr sumarsins (eða eitthvað).
Tíminn 11.00.
Áætlaður komutími: ??.??.
Áfángastaður: Langesø.
Lengd: 14,5 kílómetrar (hvor leið).
Við héldum af stað í blíðskaparveðri, sól og miklum hita (það var nú samt svolítið mistur fyrir sólinni) og var stemmningin barasta góð...Við hjóluðum og hjóluðum og svo á endanum þá komum við að Langsø og var þá tekið upp einnota grill og skellt á það íslenzkum SS pylsum og dönskum pylsubrauðum en allt þetta var smurt með alíslenzku SS pylsusinnepi. All svaðalega gott eftir 15 km. hjólatúr. Þegar var búið að næra sig og væta, þá var haldið inn í skóginn þar sem við fundum svona eins konar BootCamp fyrir börn á öllum aldri. Kom upp mikið keppnisskap í fólkinu og hófust leikar á milli kynja. Haldið hefur verið fram að kvenkynið hafi unnið vegna þess að einn leikmaður karlkynsins (ég) hafi svindlað en ég fann bara styttri, einfaldari leið í gegn um þrautirnar...
Allavegana, þegar var búð að svitna svolítið var kominn tími á að halda heim á leið. Þegar við vorum búin með ca. 1/3 af leiðinni punkteraði hjá honum Gumma, en það sló nú ekki karlinn út af laginu því að hann var með allar græjur til dekkjaskipta; latexhanska, tvo borðhnífa og bætur...Okkur Ingva fannst eins og við höfðum aldrei séð svona dekkjaskipti í formúlunni en Gummi virtist alveg vita hvað hann var að gera...
Þegar þetta var allt yfirstaðið þá var haldið af stað aftur og ekki stoppað fyrr en fannst einn leikvöllur fyrir yngstu kynslóðina. Þar var stoppað í smá stund en svo haldið áfram, en í þetta skiptið var áætlunarstaðurinn Kolonihaven hjá Gumma, Freyju og Ársól. Var þetta kærkomið stopp því að allir voru orðnir úrvinda af þreytu og farið að þjást úr vatnsskorti.
Eftir stutt stopp var farið heim í sturtu og svo hist aftur heima hjá Sigurrósu, Ingva og Nökkva til þess að drekka og borða góðan mat. Grillaðar voru nautasteikur sem aldrey fyrr (ó maður hvað þær voru nú góðar). Ekki var eftirmaturinn af verri endanum. Ferskir ávextir og súkkulaðifondue....mmmmmmmm.... og svo var drukkið til svona miðnættis en þá var hann Óli Lokbrá farin að vera ansi þungur og ákveðið var að slútta þessu yndæla degi......
Takk fyrir frábæran dag....næst þá gistum við einhversstaðar......!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli