Salan gekk eftir óskum...
Jú það er sko hægt að segja að salan hafi gengið að óskum. Ég er nú ekki seldur ennþá en það var þessi áhugi hjá einum kokki sem að sagðist hafa þurft að hitta mig vegna þess að það hefðu tveir kokkakennarar talað við hann um mig (jeiiii)..
Hann heitir Jan (held ég) og hann er yfirkokkur á Restaurant Skoven, sem er í fallegu umhverfi í Fruens Bøge sem er skemmtilegur garður hér í Odense...
Já þannig er nú það, annars er lítið annað að frétta. Mér fannst alveg gríðarlega gaman að sjá þess ungu kokka framreiða matinn á fynskemesterskab. Ég eyddi meira og minna öllum deginum í það að horfa á fjórar manneskjur borða og krítisera matinn hjá þessum krökkum. Ég veit reyndar ekki hver vann, en málið er að eftir ca. 3 ár þá á ég nú kanski eftir að vinna þessa keppni og þá verður glatt á hjalla....
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli