Hæ hó og jibbí jei, það er kominn 17.....Maí(???)
Já í dag er þjóðhátíðardagur Noregs og þeir fagna þessum dýrðar degi með þvi að flytja hamingjuna til Danmerkur og þá sérstaklega til mín og Þóru, því að við fengum bæði góðar fréttir í dag....
...Þóra er búin að fá að vita hvar hún verður að vinna í sumar, hún vissi að hún yrði hjá Skeljungi en í dag þá fékk hún að vita það að hún verði á skrifstofunni....jeiiii
...Ég fékk aftur á móti sumarvinnu í dag...hérna úti í Danmörku...Staðurinn heitir Mona Rosa og er svona mexíkóskt steikhús, ekkert svona svaða klassa en samt fínn, og góður matur....þannig að jeiii fyrir því líka (brosbros)
Annars var þetta blessaða júróvisíon á laugardaginn, og ég er bara á þeirri skoðunn að Íslendingar ættu barasta að hætta þessu gauli. Þessi svaða hetja okkar Íslendinga hann Jónsi var hreint og beint alger hörmung á þessu sviði þarna í Fjarskanistan. Mér fannst umgjörðin heldur ekkert rosalega mikil og kynnarnir voru alveg hlægilega lélegir...
Í keppninni á miðvikudaginn þá stóð eitt lag langt fyrir ofan öll hin í gæðum og hressleika, og það endaði líka á því að vinna. Þannig að til hamingju Úkranía...
Svo á sunnudaginn vaknaði ég galvaskur og fór með þeim Freyju og Ársólu (harðstjórum) í kolonihaven þeirra til að hjálpa þeim við smá málningavinnu, drífa þetta af svo að það sé hægt að sitja þarna í rólegheitum með bjór í annarri og grillmat í hinni eins og sagt hefur verið einhversstaðar....
Já, sko alltaf eitthvað að gerast...
p.s. Til hamingju Sros með hann Nökkva þinn, ekki bara það að hann verði prins í DK, heldu verður hann fótboltahetjuprins í DK....jeiiii með það (kanski að ég fái þá vinnu hjá honum hehe)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli