mánudagur, maí 03, 2004

Helgin...

Jújú, helgin var viðburðarrík, við skruppun nefnilega í tveggja daga ferð til Kaupmannahafnar til þess að njóta lífsins og hitta á frænku hennar Þóru...

Þetta var frábært, við fengum gott veður og það besta við þetta allt var að við löbbuðum strikið bara einu sinni og það var niður......

Annars fórum við í allar hliðargöturnar í kring um strikið og fórum svo í svona túrista göngutúr, þar sem að við löbbuðum bara í eina átt og skoðuðum það sem varð á leiðinni...
Við prufuðum líka Metro kerfið hjá þeim í Kaupmannahöfn og það virkar svona líka fínt, fórum með metro í Fields sem er stærsta verslunarmiðstöðin í skandinavíu og vá hvað hún er stór...við vourm þar í nokkra tíma, fórum svo aftur niður í bæ og á hótelið til að skoða hvað við ætluðum að gera um kveldið. Við ákváðum (þ.e. ég ákvað) að fara á stað sem heitir Reef ´n Beef, og er Ástralskur...hann var með mjög spennandi matseðil og var til að mynda Emúi, krókudíll, kengúra og kameldýr. Svo líka fiskur sem heitir Barramundi, nautakjöt og margt meira....eeeeeen hann var svolítið dýr fannst okkur þannig að við fórum á stað sem að bauð upp á TAPAS og bjór eða vín....og það var bara fínn matur. Við fengum okkur 6 rétti (þeir eru litlir) og það var alveg nóg handa okkur tveimur...
Eftir þetta þá ákváðum við að fara snemma að sofa því að sunnudagurinn leit út fyrir að vera langur og leiðinlegur með rigningu og det hele.....en viti menn...
...þegar við vöknuðum á sunnudagsmorgun þá var í kring um 15°C hiti og glampandi sól, og hitinn átti bara eftir að fara upppppp......

Eftir að við vorum búin að tjékka okkur út af hótelinu þá fórum við í göngutúr meðfram kanalinum og fundum lítið kaffihús og sestum þar með sitthvorn bjórinn í glampandi sól og steikjandi hita...þar sátum við í smá stund og fórum svo á stjá aftur, bara svona til að sjá meira...við áttum líka að hitta Láru, frænku hennar Þóru, um kl. 14 fyrir framan hótelið hennar sem er við Havnegade, rétt hjá Nyhavn.. Þetta gekk allt vel og þegar við vorum búin að hitta hana var haldið á Nyhavn til að fá sér að borða, enduðum við á Nyhavncafé en þeir buðu bara upp á salat, og var það akkúrat sem að þurfti í svona hita og sól.
Eftir salat og bjór var haldið í leiðangur í átt að litlu hafmeyjunni með nokkrum útúrdúrum. Við komum aðeins við í Amalieborg og viti menn, þegar við vorum nýkomin þá komu þau Frikki og Mæja bara úr sunnudagsbíltúrnum sínum og vinkuðu okkur, við vorum að spögulera að banka hjá þeim og biðja um kaffi, en það var svo gott veður að við vildum frekar vera úti..
Við komum aftur á hótelið hjá Láru um kl. 18.30 og þá var haldið niður í bæ til að fá sér að borða (aftur), leiðin lá í þetta sinn á Peder Oxe sem er á Gråbrodretorve, og það er bara flottur veitingastaður (ef þið hafið ekki prufað hann, go there or be squere).

Eftir langan og góðan kvöldverð, fórum við aftur á hótelið og sóttum töskuna okkar og héldum heim á leið, en við vorum ansi þreytt og útitekin þegar við komum heim í gærkvöldi um kl. 00.30....

Nýjar myndir fylgja þessari sögu...
Semsé góð helgi......

Engin ummæli: