Já það er þessi helv... mótvindur...
Fólk er greinilega svolítið áhugasamt um þennan mótvind minn...
Þannig er það nú að ég hjóla framhjá stórri lóð á hverjum degi sem kallast Dyrskudpladsen og þar er alltaf mótvindur. Alveg sama hvort að ég hjóla til eða frá skóla. Þetta er nú eitt dæmið um þennan helv... mótvind.
Annarskonar mótvindur er eins og ég lenti í í gær (mánudag). Það virtist vera alveg sama í hvaða átt ég hjólaði það var alltaf mótvindur, ég reyndi held ég allar áttir, en vindurinn (sem hefur örugglega þefað upp pirringinn í mér) blés alltaf á móti mér, og ef eitthvað þá blés hann alltaf harðar og harðar....helv...mótvindur.
Þriðji mótvindurinn sem að allir lenda í er svona meira andlegur mótvindur, og ég hef nú lent í þeim nokkrum í gegn um tíðina, en ég held að sá mótvindur hafi fokið í burtu fyrir nokkru því að ég er nokkuð bjartsýnn á framtíðina (nema þegar ég þarf að fara að vinna á Mona Rosa, þar sem að allir halda að ég sé hálviti og eru alltaf að "kenna" mér nýja hluti eins og hvernig er best að skera með kokkahníf og svo framvegis, en ég ætla mér að þrauka sumarið).
Þetta er nú allur mótvindurinn sem að ég er að tala um, þá er ég aðallega að meina þessa tvo fyrstu...hehe (ekkert alvarlegt, nema þessi helv... mótvindur alltaf).
Annars er lítið að frétta, ég hitti enn einn kokkinn í dag, Carl Kopp Jensen, en hann er yfirkokkur á Hotel Knudsens Gaard. Flott hótel, honum vantar ekki nema fyrr en í Jan/feb á næsta ári, en það er allt í lagi því að ég er búinn að fá inn í skólann fyrir næsta haust...já ég ætla að vera að leika mér á Bakarabraut í nokkra mánuði, ef að ég fæ ekki samning fyrir haustið þar að segja...
Jæja, klukkan er orðin margt og ég þarf að vakna snemma til þess að fara að vinna við kaffihús í skólanum á morgun, en það er einmitt Fynsmesterskaberne hjá kokka-og þjónanemum á morgun...fullt af fólki, og vonandi fullt af yfirkokkum og eigendum sem að ég get hitt og selt mig fyrir (ég er klár með fullt af umsóknum).
Já þannig er nú það...helv...mótvindur(hehe)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli