miðvikudagur, júní 30, 2004

Þá fer að líða að því...

... að Sigurrós og Ingvi yfirgefi ástkæru vini sína á Rasmus Rask Kollegie og haldi heim í víking. Ekki það að þeim hafi verið leyft að fara að eylífu..NEEEIIII, don´t think so! Það er sko ætlast til þess að þau komi í heimsókn og svo náttúrulega taka á móti fólki þegar það er statt á Landinu góða. Þeirra verður sárt saknað af öllum. Bless það var gaman að kynnast ykkur (eða kynnast þér Ingvi, ég þekkti Sigurrósu fyrir) og ég vona að vinskapur okkar eigi eftir að endast að eylífu...

Annars er ekkert annað að frétta, það styttist alltaf í það að ég fari til Kaupmannahafnar og hitti Hrein vin minn, hlakka mikið til því að ég hef ekki hitt hann síðan um jólin. Það er alltaf gaman að hitta hann Hrein, hann er mikið góður félagi. Við ætlum að njóta lífsins í kóngsins Köbenhavn og fá okkur gott að borða, ég stakk upp á Reef´n Beef en það er Ástralskur staður sem að ég uppgötvaði þar í vor. Mjög spennandi staður með áhugaverðan matseðil.

Svo fer líka að styttast í að ég fari að vinna, svolítið hræðandi hugsun því að ég hef ekki unnið neitt að viti síðan í júní á síðasta ári...en ég er líka rosalega spenntur yfir þessu öllu saman.

Jæja ætli þetta sé nú ekki komið nóg í bili...nei bíðið ég setti inn nýjan hlekk hér til hliðar, þetta er skemmtileg síða um Sushi, en það er einmitt hollur og góður matur...

Njótið vel

Engin ummæli: