miðvikudagur, júlí 07, 2004

Ísland, gamla Ísland...

...ástsæl móðurjörð!!!


Já, mættur á svæðið. Búið að vera nóg að gera hjá mér, ég mætti í kuldann á föstudagskveldið og strax á laugardaginn þá var brúðkaup og svo heimsóknir hjá ættingjum og svona. Svo er maður búinn að sinna allskyns skriffinskumálum eins og t.d. að sækja um nýjan passa og svona, djö... tekur það nú samt langan tíma og er dýrt. En hvað um það. Það vissi náttúrulega enginn að ég ætlaði að koma á svæðið nema nokkrir útvaldir og það kom hinum náttúrulega (skemmtilega vonandi) á óvart og allt gekk eins og planað.

Ég átti bókað flug á laugardaginn heim aftur en ákvað að framlengja því um svona vikur tíu daga, en viti menn, Flugleiðir sögðu mér að ég þyrfti að ákveða svona með 7 daga fyrirvara og í raun þá hefði ég þurft að gera þetta í flugvélinni á leiðinni heim...en ég náði mér í ódýrt með xpress og fer ekki heim fyrr en 20.júlí.

Ég á þá bara eftir að hitta nokkra góða vini eins og hana Sigurrósu sem að er nýflutt frá okkur á Raskinu, en hún Freyja er með ansi gott gilliboð fyrir hana á kommentakerfinu hennar Sigurrósar....


Jamms, þetta er svona það helsta... ef að einhver vill hafa samband við mig í gegn um GSM þá er honum velkomið að hringja í 861-7552 og spyrja hvort að þetta sé nokkuð hann Ágúst.......

Annars þangað til næst..

Engin ummæli: