Gott veður og dýragarður...
Já í dag var svo gott veður að við Þóra hreinlega nenntum ekki að hanga heima og skelltum við okkur því í dýragarðinn hér í Odense, en hann er að mínu mati alveg hreynt ágætur með gott úrval af skemmtilegum dýrum. Kosturinn við daginn í dag var sá að það voru ekki margir í garðinum og að við náðum að sjá þegar þeir fóðruðu ljónin, en það var mjög gaman að sjá þessar stóru kisur gera nákvæmlega það sem að litlu heimiliskisurnar gera eins og t.d. klifra í trjám og svona.
Ég setti inn nokkrar myndir og ég vona að þær séu komnar inn hér.
Annars er lítið að frétta, ég er alveg að verða búinn í skólanum og Þóra á eftir eitt próf. Svo er hún Guðrún teingdamóðir mín að koma til okkar og verður hún hjá okkur í 6 daga. Svo kemur hún aftur með karlinum sínum í október.
Helgin hefur gengið sinn vanagang, við Þóra fórum á grænmetismarkaðinn hérna niðri í bæ á laugardags morgun og komum heim með nýja skál og fullt af grænu, ávöxtum og blómum. Það er svolítil stemmning að kíkja á þennan markað því að þarna eru samankomnir bændur og arabar, og allir eru þeir að keppast við að selja sem ódýrast en samt ekki of ódýrt, en það er nú alveg örugglega hægt að prútta við þessa kalla.
Ég fer líklegast í næstu viku og skrifa undir samning við restaurant Skoven og er það mjög spennandi fyrir mig þar sem að ég var næstum því búinn að gefast upp algerlega...en svona er lífið óútreiknanlegt..
Jæja ætli þetta sé ekki komið nóg í bili, ég vil benda ykkur á að hún Þóra mín er komin með blogg..þið ættuð að kíkja á það svona við tækifæri...
ciao
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli