Einkunnir og fleira...
Já ég er búinn að ná í einkunnirnar mínar sem að komu skemmtilega á óvart. Ég labbaði út úr skólanum í síðasta skiptið á þessu ári með einar sex 10-ur og svo þrjár einkunnir sem að voru eitthvað aðeins lægri. Já, það kom svo sannarlega á óvart, en ég var hæstur í bekknum með meðaleinkun upp á 9,2 sem að mér finnst bara vera hreint ágætt.
Á miðvikudagskveldið fór ég svo til Faaborg í bekkjargrill og var það alveg ljómandi fínt, svolítið slappt til að byrja með en svo lifnaði það við og ég skemmti mér konunglega að fylgjast með þessum krökkum drekka sig út úr heiminum með eitthverjum vodka drykkjum og skotum og svo náttúrulega með hjálp af ómissandi drykkjuleikjum. Var kominn heim um kl 02.30 og vaknaði svo hress og kátur kl. 10 næsta morgun og ekkert þunnur og það hefur nú bara ekki gerst í ár og daga (eiginlega bara aldrey held ég).
Í gær var svo 17. júní og þá buðum við Þóra nokkrum góðum vinum upp á SS pylsur og SS pylsusinnep og svo eitthvað meira meðlæti. Það var hörku gaman en 17. júní hátíðin hjá Íslendinga félaginu hér í bæ verður ekki fyrr en á morgun 19. júní. Það er nú alveg spurning um hvort að við kíkjum, við erum ekki alveg viss um það, sjáum nú bara til.
Jú og hún Íris Lena vinkona okkar Þóru átti afmæli í gær og við óskum henni náttúrulega kærlega til hamingju það.
Jæja, ætli það sé nú ekki komið nóg fyrir ykkur að melta í bili þannig að...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli