Og það rignir...
Já það sko rignir hjá okkur hér í Odense núna, en það er nú samt hlýtt...
Ég fór í smá hjólarút áðan, skrapp niður í Skoven til þess að ræða við hann Jan um samningin minn, en hann var mikið upptekinn en gat samt spjallað við mig og svona sett niður línurnar um hvernig þetta verður allt saman, hann ætlar svo að tala við mig á lok vikunnar og þá á þetta allt að vera komið á hreint. Gallinn er bara að ég er ekki ennþá kominn með skattkort í hendurnar og verð því að fara og spjalla við þá í Told og Skat og það er ekkert rosalega gaman....
Enj annars er bara gott að frétta af mér. Mér gengur ágætlega að búa einn, en það er ansi erfitt að fara að sofa á skikkanlegum tíma og vakna svo á skikkanlegum tíma, ég reyndi þetta í gær og í morgun en það gekk bara ekki upp. Hann Gummi nágranni minn hringdi um 11 leytið og þá var ég nývaknaður en hann bauð mér í súpu og nýbakað sýrópsbrauð (Mmmmmmm), akkúrat það sem að maður á að vera borða í svona veðri...en ég þurfti að fara snemma frá þeim feðginum til þess eins að rennblotna og hitta Jan.
Þegar ég kom heim, eftir að hafa rennblotnað aðeins meira og farið í Fötex til að kaupa smjör og mjólk þá hellti ég mér upp á gott kaffi og horfði svo á BBC FOOD en það er einmitt svona matreiðsluþættir frá kl. 06.00 til kl. 00.00 og ég er alveg að fíla sum þættina í köku, og svo líka suma kokkana...hehe eins og til dæmis hann Anthony Worral Thompson sem er sjálflærður og hefur verið að elda frá blautu barnsbeini, en þættir hans eru magnaðir, ekki svona venjulegir matreiðsluþættir, hann er líka að blanda sumardrykki og smakka Viský og svona skemmtilegt....
Ég veit að hann Ingvar vinur minn er sammála mér því að hann Anthony er einn af skemmtilegri sjónvarpskokkum í dag....eða hvað?
Jæja, ætla að drekka í mig meiri fróðleik úr sjónvarpinu....heyrumst
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli