fimmtudagur, júlí 22, 2004

Ég er kominn heim í heiðardalinn...

...kominn heim í frið og ró!

Já, mættur á svæðið, Odense og nágrenni pas på.
Póstkassinn var náttúrulega fullur af pósti sem að ég þarf að redda á næstu dögum, og svo er það að tala við skattinn því að ég er að fara að vinna á mánudaginn en ég er ekki kominn með neitt skattkort. Svona er þetta...

Fór til Jóa og Rögnu í dag að skoða nýju íbúðina þeirra, hún er voða fín á góðum stað, ef að tréin í nágrenninu væru ekki svona há þá væri svaðalega fínt útsýni hjá þeim, en það er nú samt flott nágrenni hjá þeim, skógur, smábátahöfn og svona og rosa stutt á pöbbinn (frekar sjabbí samt) og líka rosa stutt í Nettó og bankann.

Jamms, svona er lífið í Odense í dag.

Heimferðin var ein sú notalegasta sem að ég hef fengið í langan tíma. Var einn í sætaröð í flugvélinni með nóg pláss og gat horft á Braveheart í tölvunni og allt....lestin var bætti þetta samt upp með því að það var svo troðið í hana að það voru ekki sæti fyrir nærri því alla og allir að troðast á öllum og svo framvegis, ég var nú svo heppinn að ég fékk sæti frammi við útidyr þannig að mig sakaði ekki. Annars bauð afgreiðslumaðurinn mér sæti í lestinni á fyrsta farrými en það hefði þá verið 85% dýrara en venjulegt sæti og það kostar 20 krónur. Ég var ekki alveg að tíma því þannig að ég lét mér nægja troðning og svona. Jói var nú svo góður að sækja mig á lestarstöðina og keyra mig heim í tómt bú. Já og svo rétt eftir að hann var farinn þá rann á mig þetta svakalega hungur og ekkert til. Ekkert mál hugsaði ég...ég panta bara pizzu. En NEI, allir pizzastaðir loka annaðhvort klukkan 21 eða 22 og ég var að hugsa um þetta klukkan rúmlega 23. Þannig að hann Ágúst fór svangur í rúmið og vaknaði svangur en fékk sér ekkert að borða fyrr en hjá Jóa og co. og það var sko gott.

Jæja nóg af þessu, tala síðar....ciao

Engin ummæli: