fimmtudagur, júlí 22, 2004

ÁFRAM NETTO...

Sá þetta á mbl.is.

Bjórverðstríð í Danmörku

Matvælaverslunarkeðjurnar Aldi og Netto eiga í harðri samkeppni í Danmörku og hefur hún m.a. birst í verðstríði með ýmsar vörur. Nýlega var slíkt stríð háð með mjólk en nú keppast verslanirnar við að lækka verðið á bjór, mörgum Dönum til talsverðrar ánægju.
Danska viðskiptablaðið Børsen segir frá því að verðið á ódýru öli sé nú komið niður í allt að 1,50 krónur, flaskan, eða sem svarar til tæpra 20 íslenskra króna.
Haft er eftir Jens Rasmussen, einum af forsvarsmanni verslunarkeðjunnar Coop í Danmörku, að engin vafi leiki á að brotist hafi úr verðstríð á bjórmarkaði og það séu einkum lágvöruverðsverslanirnar sem undirbjóðir hverja aðra.
Haft er eftir forsvarsmönnum Netto að hugsanlega muni verðið lækka enn frekar á næstunni. Þýska verslunarkeðjan Lidl hyggur á landnám á danska matvörumarkaðnum á næstu mánuðum og sú keðja er þekkt fyrir láta ekki sitt eftir liggja í samkeppni.

Engin ummæli: