sunnudagur, ágúst 01, 2004

HALLÓ ALLIR...

Ég er nú ekkert mikið viss um að það séu margir sem að lesa þetta blessaða blogg, en ég ætla nú samt að halda áfram að tjá mig hér...

Ég held að ég byrji á því að segja ykkur frá þessarri FRÁBÆRU vinnu sem að ég er í akkúrat núna. Ég byrjaði á mánudaginn klukkan 10.00 og þar tóku á móti mér þau Jan (yfirkokkur), Rasmus(sous chef) og Anna (kokkur), auk nokkurra hjálparhellna þar sem að verkefnið sem að lá fyrir var 300 manna veisla í Odense Zooligiske Have til heiðurs Krónprins Friðrik og eiginkonu hans Mary Donaldson. Ekki slæm byrjun að vinna að svona flottri veislu. Vinnudeginum lauk kl. 17.00. Á Þriðjudeginum þá mætti ég aftur kl. 10.00 og þá einungis til þess að vera fyrir einhverjum mynatökumanni frá TV2Fyn þar sem að hann var að taka upp nokkur myndskeið fyrir frétt um matinn sem að Krónprinsparið átti von á að fá á miðvikudeginum. Vinnudeginum lauk um kl. 19.00. Á Miðvikudeginum þá mætti ég kl. 09.00 til þess að halda áfram með það verkefni að útbúa mat fyrir Krónprinsparið sem að átti að vera kl. 12.30. Við vorum mætt öll um kl. 11.00 niður í dýragarð og um kl. 13.30 þá létu þau Friðrik og Mary sjá sig og ekki nóg með það heldur var ég settur í vinnu á það borð sem að þau áttu að koma til þess að fá sér mat af. Það orsakaði að ég varð að vera voða fínn og stilltur og brosa sætt (eins og ég einn er fær um hehe) og svo kom að því að hún Mary kom og brosti og bauð góðan daginn og sagði að maturinn liti vel út, Frikki fylgdi fast á eftir en sagði ekki neitt (helv...snobbhaus hehe). Þar með líkur sögunni af því þegar ég hitti Krónprinsparið, eins og ég sagði áðan, ekki slæm byrjun á ferlinum að taka þátt í því að elda ofan í Krónprins Danaveldis.

Annars eru aðrir vinnudagar búnir að vera rólegir og svona, nægur tími til þess að læra á hlutina og kynnast hinu starfsfólkinu. Ég var í fríi í gær og var að vinna í dag (14-23.30) og svo er ég í fríi fram á miðvikudag en þá þarf ég ekki að mæta fyrr en kl. 11.00. Svona er þetta allt saman, en ég veit að það verður mikið að gera hjá mér næstu helgi því að þá verðum við að keyra 3 veislur á sama tíma.....en það er bara gaman því að ég fæ að taka þátt í þessu öllu saman, er ekki bara settur út í horn með fullt af gulrótum og kartöflum (sem að eru ekki skrældar á þessum veitingastað) og sagt "Veskú skrældu þetta og hygg dig selv"...Neeeeiiiii honum Jan er mikið í muna að koma mér straks inn í keyrsluna því að við verðum bara 5 að vinna þarna þegar hann er kominn með 2 lærlinga en hann er einmitt að leita að stúlku sem að hefur áhuga á að koma í praktik til hans.

Svona er þetta...ætli það sé nú ekki best að ég láti þetta nægja í bili, ég skrifa þegar ég skrifa...

Hejhej

Engin ummæli: