Jæja þá....LOKSINS...
Já það kom að því að ég nennti að setjast fyrir framan tölvuna og skrifa nokkrar línur hérna til þess að láta vita að ég lifi.
Ég er búinn að vera í tvær vikur núna í vinnu og ég er að fíla það alveg í botn. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé "dream come true" fyrir mig því að ég held að ég hafi ekki getað komist inn á betri stað en Restaurant Skoven. Það er nú svosem ekkert meir um það að segja.
Annars er lítið að frétta, ég er bara að bíða eftir að hún Þóra mín komi aftur til mín til Danmerkur. Maður er farinn að vera svolítið einmanna hérna á Rasmus Rask Kollegie. Ekki það að vinir mínir hafi ekki verið duglegir við það að heyra í mér (flestir allavegana), það er bara svo einmannalegt að vera í fríi þegar allir aðrir eru einhversstaðar í ferðalögum eða í útilegum. Svo hefur maður engan bíl þannig að maður getur ekkert skroppið í stutta túra hér um Fjón eða lengra. Einar Guðberg og Klara kona hans eru hér í nágrenninu um þessar mundir og ég hef fengið að fljóta með þeim hingað og þangað. Fórum t.d. til Þýskalands í gær og ég verslaði það sem að ég er að fara minka við mig, s.s. BJÓR. Já, núna verður átak. Það eru svo margir að passa upp á mig að ég get ekki annað en hlustað á þessa aðila því að þeir vita hvað syngur og svona.
Já þetta er lífið mitt um þessar mundir, vinna og nokkra daga frí og svo má náttúrulega ekki gleyma öllum þessum hita og allri þessari sól sem hefur verið undanfarið, sem betur fer þá á að kólna í næstu viku. Sem betur fer segir hann, já þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig það er að vera við 10 gashellur á fullu blússi í eldhúsi þar sem að hitinn mælist á milli 30° og 40°C. En þetta hefur svosem hjálpað manni því að ég hef misst 2 kílógrömm á þessum tveimur vikum sem að ég hef verið í vinnu þannig að þetta er ekki alslæmt (þ.e. þessi hiti).
En nóg í bili, þangað til næst
HEJHEJ
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli