sunnudagur, júlí 25, 2004

Kæru vinir...

...Þá er að hefjast nýr kafli í mínu lífi kl. 10.00 í fyrramálið. Það er einmitt þá sem að ég á að mæta í vinnu á veitingastaðnum Skoven hér í Odense. Orð geta í raun ekki útskýrt þær tilfinningar sem að ég er að upplifa núna. Ég meina að ég er að fara að gera það sem að mig hefur alltaf langað til að gera, og ég er að fara að gera það á morgun. Þetta er eins og að bíða eftir jólunum þegar maður er lítill. Ég er líka mjög stressaður yfir þessu öllu saman því að ég hef aldrei unnið svona eldhús vinnu áður...vá hvað þetta er allt eitthvað yfirþyrmandi.

Eitt að því versta sem að ég er að upplifa núna er að ég get ekki talað við hana Þóru mína þar sem að hún er á Íslandi og ég í Danmörku, það væri sko gott að hafa hana hjá sér núna, ekki bara vegna þess að ég nenni ekki að ryksuga og henda í þvottavél, heldur aðallega vegna þess að hún er mín stoð og stytta í lífinu. Ég sakna hennar...

En ekki halda það að ég sé að gugna á þessu öllu saman og sitji bara heima í einhverju móki. Heldur betur ekki, á föstudaginn þá fór ég á tónleika með hljómsveitinni TV2 með honum Gumma Óla vini mínum og nokkrum vinnufélögum hans. Svo í gær þá bauð Steini mér út í bjór í góða veðrinu og svo bauð hann og María mér í mat, og mmmmm hvað ég fékk gott að borða. Þetta var svona matur sem að hentaði deginum rosalega vel, gott, létt pasta með köldu hvítvíni með og ekki skemmdi þessi líka skemmtilegi félagsskapur.

Jæja ætli þetta sé ekki komið gott af svona persónulegu bloggi, ég skil við ykkur hér og nú. Ég læt ykkur vita hvernig fyrstu vinnudagarnir gengu.

Lifið heil...

Engin ummæli: