Kominn tími til...
... að skrifa nokkrar línur hérna svo að fólk haldi ekki að ég sé hættur þessu öllu saman.
Málið er að tölvan hefur verið að stríða okkur eitthvað undanfarið og við hreinlega ekki nennt að rembast við þetta.
Annars gengur lífið hér í Odense sinn vana gang. Ég er í vinnu og Þóra er í skólanum. Við hittumst nú oftast á kvöldin en það er nú ekki alltaf. Stundum er hún farin að sofa þegar ég er að skríða heim.
Ég var í þriggja daga fríi í seinustu viku og við nýttum tækifærið og kíktum niður til Hamborgar. Það var bara gaman. Þetta er svolítið stór borg en þar er mikið að sjá og skoða. Við vorum á voðalega fínu hóteli sem er rétt fyrir utan miðbæinn en það skipti engu málið því að við fengum passa sem að gilti í allar almeninngssamgöngur í borginni, og það nýttum við okkur.
Annars er bara að koma haust (ekki það að veðrið í dag segi það. 27°C og glampandi sól). Og brátt kemur október og þá eigum við von á einhverjum gestum sem að er náttúrulega bara frábært...hlakka mikið til. Vona bara að ég eigi einhverja frídaga þegar að fólkið kemur en annars er ég aldrey að vinna það lengi í miðri viku að ég hlít að ná að sjá eitthvað af gestunum.
En talandi um gesti þá voru Einar Guðberg og Klara í heimsókn í DK í ágúst og við fengum að sjá hvort annað nokkuð mikið því að það var ekki svo mikið að gera í vinnunni. Það var æðislegt að hafa þau í nágrenninu. Þau fóru svo til Köben í viku og ég vona að dvölin þar hafi verið frábær. Ég vil bara koma þökkum til þeirra fyrir heimsóknina og bíltúrana og allt hitt.
Jæja, það er asnaskapur að hanga hérna inni og pikka á tölvu, ég ætla út að viðra mig og kanski að ég hjóli upp í skóla til Þóru og hitti hana og hjóli með henni heim aftur.
Lifið heil ...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli