Ég er fluttur út...
...úr íbúðinni og við Þóra erum komin í aðra, stærri.
Þannig er nú það. Við fengum tilboð í stærri íbúð hér á Rasmus Rask Kollegie og við þáðum það og fluttum núna í seinustu viku og erum ennþá að koma okkur fyrir....
Nýja heimilisfangið okkar er þá:
Ágúst og Þóra
Elmelundsvej 4, #2302
5200 Odense V
Danmark
Annars er ekki mikið að frétta af mér, ég vinn bara og kem heim og vinn og kem heim og stundum er ég í fríi, en seinustu vikur hafa fríin mín farið í flutninga....
Ég er voðalega lítið fyrir að fara á netið þessa dagana, þannig að það hefur ekki verið mikið bloggað eins og glöggt fólk hefur tekið eftir, það er ekki mikil von á það breytist. En batnandi fólki er best að lifa sagði einhver og ég skal reyna mitt besta að setjast niður og skrifa nokkrar línur hér, þó svo að það verði bara um hvað ég smakkaði skrítið og nýtt í vinnunni í dag...
En þetta er nóg í bili. Lifið heil.
p.s. símanúmerið er það sama nema í stað 137 þá kemur 232.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli