þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Þegar maður hefur ekkert betra að gera...

Þá er tilvalið að stilla á BBC Food og blogga aðeins.

Jamms, ég á ekki að mæta í vinnu fyrr en kl. 14 í dag og ég vaknaði um kl. 09 þannig að það er voða lítið að gera nema að horfa á matarsjónvarp og kíkja á netið. Og þar sem maður er kominn á netið þá er um að gera að blogga aðeins.

Við Þóra kíktum til Gumma og Freyju og Ársólar í gærkvöldi í nýju íbúðina þeirra á Ivarsvej. Þau er á fullu að koma sé fyrir og þetta á eftir að verða rosalega flott hjá þeim. Það verður alltaf gott að koma í heimsókn til þeirra eins og það hefur alltaf verið hér á Raskinu. Eftir stutt stopp þá fórum við rúnt um kollegi-ið og Þóra var að safna í saumaklúbb á föstudaginn en ég var að safna í karlaklúbb til að fara á pöbbinn þar sem að það er jú J-dagur á föstudaginn.

Í morgun vaknaði ég (ekki svo mikið ferskur) og fékk mér að borða og dreif mig svo að skrifa Tarzan ActionGame fyrir Jan (yfirkokkinn minn), hann ætlar að setja hann í tölvuna hjá sér fyrir "ungana", en það er það sem að danir eru vanir að kalla börnin sín. Eftir það þá ákvað ég að þrífa ofninn okkar en það var löngu orðið tímabært. Hann var orðinn frekar ógeðslegur.

Annars var ég að uppgötva fællesherbergið okkar og það er frekar sjabbí. Fyrir þá sem ekki vita þá eru svona herbergi hérna á kollegi-inu sem að eru opinn fyrir þá sem að hafa lykla (þau eru nokkur þessi herbergi). Nokkur þeirra hefur verið lokað vegna slæmrar umgengni og það hefur greinilega gleymst að loka okkar herbergi því að þetta herbergi er frekar ógeðslegt. EN kosturinn við að hafa þessi herbergi er að þau eru með svona alvöru eldavél og ofni sem að maður getur notað. Ég var að láta mér detta í hug að kvarta yfir umgengni og segja að ég noti herbergið nokkuð mikið, en það séu einhverjir sem að koma og halda partí og skilja allt rusl eftir sig út um allt. Með þessu þá er ég að vona að kollegieráðið loki herberginu og að ég geti sótt um lykil sem að ég er bara með en enginn annar því að ég er svo snyrtilegur en allir aðrir svoddan sóðar....sem þýðir að ég get verið í rólegheitunum þarna og bakað fyrir jólin....SNJALLT finnst ykkur ekki??

Jamms þannig er nú það. Það er ekkert að frétta af vinnu, en ég fer og tala við stéttarfélagið mitt á fimmtudaginn og svo líka námsráðgjafa upp í skóla. Ég er að pæla að skrá mig í skólann eftir áramót og sjá svo til í framhaldi við það...Það er aldrei að vita hvað dettur niður í hendurnar á mér, vonandi, einhverntímann............

En ég held að þetta sé komið nóg í bili...við heyrumst síðar.

Engin ummæli: