Tími fyrir blogg...
Jamms. Málið er bara að vita hvað maður á að skrifa...
Jú, heyriði! Sko þann 5. nóvember er svokallaður J-dagur hér í Danmörku, en það þýðir að jólabjórarnir frá Tuborg og Albani koma á markað. Herlegheitin verða hérna á Rasmus Rask kollegie og svo náttúrulega annarsstaðar í bænum og byrjar þetta allt saman kl. 20.59 á staðartíma. Ég er nú svo heppinn að ég er í fríi akkúrat þennan dag og daginn eftir þannig að ég er að spá í að upplifa J-dag einhversstaðar ef að einhver vill vera memm...ætli ég reyni ekki að plata strákana hérna af Raskinu með mér þar sem að það á víst að vera saumaklúbbur á mínu heimili.....Ef að þið lesið þetta strákar þá á ég eftir að heimsækja ykkur og tala við ykkur betur......
Nóg um það og nóg í bili
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli