Súkkulaðiþráhyggja....
Fyrir þá sem að voru að biðja um SÚKKULAÐI...
Svolítið flókin uppskrift en þið skoðið þetta allavegana.
Súkkulaðiþráhyggja
Fyrir 6
350g. Dökkt súkkulaði, 68% (Gran Couva t.d.)
175g. Smjör
250g. Egg (Um 5 meðalstór egg)
Smjör til að smyrja formin
Svolítið hveiti í formin
Álpappír
6 stk. Einnota álform
Smyrðu formin með smjöri og stráðu hveiti í þau.
Mundu að hvolfa formunum og hrista allt umframhveiti úr þeim
Hitaðu ofninn í 220°C.
Settu vatn í ofnskúffu eða í djúpt eldfast mót.
Það á að vera svo djúpt að það nái næstum upp að kantinum á álformunum.
Settu skúffuna í ofninn 15 mínútum áður en þú byrjar að baka kökuna.
Leiðbeiningarnar hér að neðan gætu virst frekar fyrirhafnarsamar en lestu þær bara rækilega og þá gengur þetta.
Saxaðu súkkulaðið smátt og bræddu það við vægan hita ásamt smjörinu.
Taktu lítinn pott og findu málmskál sem að passar ofaní hann án þess að snerta botninn.
Settu svolítið vatn í pottinn, settu hann á helluna og hitaðu vatnið næstum að suðu.
Settu eggin í skálina og þeyttu þau við vægan hita þar til þau fara að þykkna ögn.
Hrærðu helmingnum af eggjunum saman við volgt súkkulaðið.
Hrærðu vel og blandaðu svo afganginum af eggjunum saman við.
Skiptu blöndunni jafnt á formin.
Penslaðu sex álpappírsbúta með dálitlu bræddu smjöri og breiddu þá yfir formin.
Þegar vatnið í ofninum er orðið sjóðheitt, settu þá formin gætilega í ofnskúffuna.
Til að góður árangur náist er mikilvægt að vatnið nái næstum upp að kantinum.
Bakaðu kökurnar í 5-6 mínútur.
Fjarlægðu þá álpappírinn gætilega og bakaðu kökurnar í 10-11 mínútur í viðbót.
Taktu þær úr ofninum og láttu þær kólna í formunum áður en þær eru bornar fram.
Gott er að bera fram hindberja síróp og bæta svolitlu af ferskum rifsberjum út í það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli