laugardagur, nóvember 13, 2004

Góðir gestir...

Já þegar ég kom heim úr vinnunni í gær biðu mín ansi góðir gestir. Það voru þau Maggi og Lára (hin mamma hennar Þóru). Já þau eru í Kaupmannahöfn og ákváðu að kíkja til okkar hingað í Odense. Þau komu í gær og fóru núna seinnipartinn aftur til Köben þar sem að þau ætla að vera til mánudags. Það var mjög gott að fá þau í heimsókn og við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og gjöfina sem að við fengum áður en þau fóru.

Annars er ekki mikið að frétta, ég er kominn með fleirri í lið með mér til að finna einhvern sem að vantar kokkanema. Það er hann Palle sem er sölumaður slátrarans sem að við verslum við á Skoven. Hann fer náttúrulega út um allt og hann ætlar að heyra hljóðið og spyrjast fyrir. Það er náttúrulega bara gott...
Ég á náttúrulega ekki mikið eftir í vinnu og ég sé ennþá fram á það að vera í löngu jólafríi..sé fram á jólabakstur og hreint og fínt heimili. Jólaskraut, jólaljós...jóla hitt og jóla þetta....ég held að ég sé spenntur fyrir jólunum í fyrsta skipti í mörg ár sem er mjög spennandi finnst mér. Þetta er eitthvað sem að ekki gerist á hverju ári...

Allavegana, ég ætla að hætta núna...og fara að glápa á imbann eða eitthvað..

Góðar stundir

Engin ummæli: