fimmtudagur, janúar 06, 2005

Endurnýjað blogg...

Ekki að það sjáist en ég var að bæta við nýjum hlekkjum og nýjum flokki af hlekkjum.

Ég setti hann Morten Heiberg inn á síðuna vegna þess að þessi maður er að gera það gott í dessertum og svona, svo er líka ný búið að gefa út bók eftir hann á íslandi, súkkulaði held ég að hún heiti.
Ég tók út tvo hlekki sem að ekki virkuðu lengur og bætti einnig inn einum skemmtilegum veitingastað í London, The Fat Duck. En sá veitingastaður er í eigu Heston Blumenthal og hefur hann 2 michelin stjörnur á bakinu.

Ég bjó til nýja flokk af hlekkjum og kalla ég hann Tæki og tól. En ég held að það útskýri allt. Þið skoðið þetta í rólegheitunum.

Af mér er svo annars ekki mikið að frétta. Ég er að byrja í skóla á þriðjudaginn og er svona lala spenntur, vildi náttúrulega mikið heldur vera á samning í kokkinum einhversstaðar en ég ætla að vera duglegur við að leita. Jæja ég var að fá nýjasta Gestgjafan í hús og ætla að sökkva mér í hann..

Góðar stundir.

Engin ummæli: