mánudagur, janúar 03, 2005

Nýtt ár...

Já, þá er það komið, þ.e. árið 2005. Fullt af nýjum verkefnum og fólki til þess að hitta.

Byrjunin á árinu hefst í raun hjá mér á morgun þegar ég þarf að hitta umsjónarkennarann minn kl. 14.20 en ég þarf í rauninni ekkert að hitta hann, en ætla samt að fara til þess að kanna hvort að það sé pláss fyrir mig í bakaranum...eða hvort að það sé hægt að troða mér inn í einn bekkinn....

Ég verð einnig duglegur við að tala við veitingastaði á fjóni og í kring til þess að fá samning við kokkeríið, þýðir ekkert að gefast upp þó að móti blási.

Annars voru áramótin róleg hjá mér og Þóru. Borðuðum andabringur með allskonar gúmmelaði. Fórum svo og hittum fullt af íslendingum við "brennuna" sem að ÁTTI að kveikja upp í en eftir 3 lítra af grillvökva og einn af rauðspritti þá gáfust allir upp og fóru heim nema 3 gallharðir kappar sem að ÆTLUÐU að kveikja í þessu drasli en ekkert gerðist.
Eftir "Brennuna" fórum við heim að borða eftirrétt og svo horfðum við á byrjunina á skaupinu en þá var klukkan að verða miðnætti hjá okkur og skelltum við því okkur út til þess að skjóta upp flugeldum með hinum íslendingunum og allraþjóðakvikindunum sem að voru hérna úti um áramótin.
Eftir þessi herlegheit þá fórum við í partí hjá Steina og Mæju og vorum komin heim um kl. 05 (held ég), en mér skilst að partíið hafi haldið áfram og orðið að sérstakri Konfú fætíng danskeppni úti á grasi á milli einhverra manna og annara allraþjóðakvikindum.

Eins og ég sagði ágætis kveld.

En ég segi nú bara við alla þá sem að eru að læra fyrir próf en nenna því ekki...gangi ykkur vel í prófunum og við alla hina segi ég gleðilegt nýtt ár.

Engin ummæli: