sunnudagur, janúar 23, 2005

Helgin að verða búin...

Já þá er enn ein helgin að verða búin. Við Þóra fórum í bæinn á föstudaginn með Steina og Mæju og hittum þar Gumma Óla og hann rölti með okkur í smá stund. Um kvöldið komu svo Steini og Mæja til okkar til að horfa á Norska Idol-ið en svo fórum við öll til Guðrúnar og Tjörva í smá spjall.

Á laugardaginn þá vöknuðum við eldsnemma til þess að vera við útskriftina hjá Steina og Mæju. Þau eru semsé orðin tæknifræðingar með meiru. Til hamingju með það.

Um kvöldið þá hittumst við, Steini og Mæja og Ólöf og Axel til þess að elda saman og borða og svo var teiti hjá Steina og Mæju.

Mikið fjör mikið gaman. Í morgun þegar við vöknuðum þá var hvít jörð og þá ekkert annað en að skella sér í föt og fara út í labbitúr. Þar hittum við Gumma og Freyju og Ársól sem endaði í kvöldmat hjá 0kkur og núna er ég að pæla í að fara inn í herbergi og spila smá PS2...

Fín helgi, og munið eftir uppskriftarsíðunni.

Engin ummæli: