miðvikudagur, janúar 26, 2005

Himmelbjerget...

...er merkilegur staður þar sem að fullt af túristum koma ár hvert. Þetta er næst-stærsti hóllinn í Danmörku og mér þykir ekki mikið til hans komið. En það var aftur á móti gaman að skoða þessa dýrð á köldum vetrardegi eins og þessar myndir segja til um.

Annars fór ég í atvinnuviðtal í morgun, hélt að ég ætti að fara í prufu en það var víst bara viðtal. Það gekk vel og ég fæ að vita frá því í þessari viku eða í miðjum febrúar því að hann Polle, sem er eigandinn, ætlar að skella sér til Tælands í tvær vikur.

Þannig er nú það.

Góðar stundir

p.s. ný uppskrift hér

Engin ummæli: