Já hlutirnir eru að gerast núna...
Við Þóra vorum að tala um það um daginn að það væri enginn búinn að panta gistingu hjá okkur um páskana. Og hvað haldið þið...þær mæðgur mamma og amma ætla að skella sér í viku til okkar og það finnst mér vera spennandi.....alltaf gaman að fá heimsókn og ennþá skemmtilegra að fá svona góða heimsókn.
Annars var ég í einhverju stuði í gær og bjó til kryddbrauð, heitan brauðrétt og bara svona til gamans þá bað ég Þóru um að skella í pönnukökur. Þær eru alltaf góðar.
En að öðru þá er ég kominn á lista hjá TempTeam sem að er ráðningarskrifstofa og afleysingaskrifstofa (er með fullt af fólki á lista til að leysa af í fyrirtækjum ef að þarf). Ég er semsé orðinn formlega VIKAR eins og það heitir á dönsku. Og vonandi kemur eitthvað út úr því fljólega.
Annars á ég að vera að laga til núna, hérna heima hjá okkur Þóru af því að hún skellti sér í skólann í dag eftir 7 daga veikindi, gott hjá henni.
Er að spugelera að hella mér upp á kaffi og drífa mig í gang með gargandi tónlist á fóninum (eða geislanum ef að fólk vill vera nákvæmt).
Kveðja
p.s. ný uppskrift hér
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli