fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Smá blogg til að gleðja landann...

Ég er samt ekki viss um hvað ég á að blogga! Ég gæti líklegast sagt einhverja svæsna sögu frá Þorrablóti Íslendingafélagsins í Odense sem var haldið um seinustu helgi... en ég ætla ekkert að vera að tala um það sérstaklega.
Ég gæti líka talað um hvað það er búið að vera mikið að gera í hausnum á mér undanfarið... en ég ætla svolítið að halda því fyrir mig og nokkra nána vini.
Hvað er þá eftir? Jú, Þóra er búin að henda mér út, frá og með morgundeginum. Hún segir að ég hafi ekkert með það að gera, að vera heima á morgun. Ég hafi nóg að gera annað. T.d. leita af vinnu (það er nú reyndar alveg rétt hjá henni), sækja buxur í Dressmann, fá mér kaffi hjá Ara á Mona Rosa...og svo framvegis.

Eins og þið hafið eflaust tekið eftir þá held ég líka úti uppskriftarsíðu og ég ætla ekkert að setja þar inn nema uppskriftir. Sumar eru úr mínu einkasafni, aðrar eru lánaðar annarsstaðar frá. Ykkur er velkomið að taka þær og prufa, skilirðin eru bara þau að þegar þið eruð búin að prufa, þá endilega setjið inn á commentin hvernig ykkur fannst. Þetta er bæði fyrir mig og ykkur hin.

Ég held að ég láti þetta duga í bili, eins og ég segi þá er svo mikið að gerast hjá mér þessa dagana að ef að ég blogga þá gæti verið að ég kjaftaði af mér einhverju sem að á ekki að fréttast strax...ég vona að þið skiljið þetta. Ég á það nefnilega til að kjafta af mér.....

En nóg í bili.....BLESS

p.s. enn ein uppskriftin hér

Engin ummæli: