Maður veit aldrei. Fór í prufu á veitingastað á fimmtudaginn. Leist vel á staðinn. Held að þeim hafi litist vel á Ágúst líka. Frekar lítill staður, aðeins 3 starfsmenn á öllum veitingastaðnum. Það er semsé Yfirkokkur og eigandi, kokkanemi og einn þjónn. Staðurinn tekur ekki nema 25 manns í sæti og svo er 35 manna salur í kjallaranum. Þeir sem að þekkja mig og hafa einhverntíman talað við mig áður en ég flutti út þá eiga þeir að vita að þetta er sá staður sem að ég vildi helst komast inn á sem nemi, en ég hef aldrei þorað að sækja þar um því að ég hef alltaf haldið að þeir væru ekki með nema. En nú er ég semsé búinn að sækja þar um, fara í prufu og er núna að bíða eftir svari frá honum Jacob sem er eigandinn. Hann Jacob er einungis 34 ára gamall og er búinn að vinna á mörgum michelin stjörnu stöðum í bretlandi og frakklandi. Hann vinnur aðallega úr dönsku hráefni og er með traditional danskan mat með smá nýbreittni. Matseðillinn hljómar upp á 6 rétti og breitist á 3 vikna fresti. Samanstendur semsé af forrétti, fiskrétti, 2 kjötréttum, ostadisk og eftirrétti. Þetta er frekar dýr staður þar sem að 6 réttir kosta 490 d.kr.
Mér líst alveg rosalega vel á þetta og er temmilega bjartsýnn. Á von á svari í kring um 1. maí 2005.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli