mánudagur, apríl 04, 2005

Berlín...

Hæ!

Við Þóra skruppum til Berlín um helgina með Axel og Ólöfu. VÁ! Það er líklegast besta lýsingin á þessarri sögufrægu borg. Ég á ekki til orð. Á líka eftir að fara þarna aftur og vera þá lengur vegna þess að ég sá ekki nærri því allt sem að ég vildi sjá. En við sáum það "markverðasta" ef að það má orða það þannig. Aðal verslunargötuna, Brandenburgarhliðið, sigursúluna, minnisvarða um Nasistatímabilið sem er sett upp í rústum kjallara SS höfuðstöðvana. En þær voru sprengdar upp eftir stríð. Checkpoint Charlie var líka gaman að skoða og svona. Veðrið var æðislegt, heiðskírt og 20°C hiti, svo skemmdi ekki fyrir að flestar verslanir voru opnar til kl. 24 á laugardaginn þannig að það var hægt að versla svolítið líka. HEHE.

Góð ferð í alla staði, við Þóra erum að vinna að ferðasögunni en hún er svo umfangsmikil að hún verður að bíða betri tíma, þið skoðið bara myndirnar á meðan.

Góðar stundir.

p.s. skellti líka nokkrum myndum inn frá páskunum.

Engin ummæli: