fimmtudagur, júlí 28, 2005

Kominn heim...

Já þá er maður kominn heim til DK, eftir yndislega, sólríka, daga á Íslandi. Margt var gert og skoðað og svo nátttúrulega voru einhverjir heimsóttir...

En núna er maður kominn heim og er að undirbúa komu hinna 10 fræknu sem koma í kvöld og við ætlum að hitta í Kaupmannahöfn á morgun.

Af mér er það að frétta að ég er kominn inn í háskólann í nám sem heitir International Erhverskommunikation og tek ég það nám á ensku og frönsku. Spennandi verkefni. Skólinn byrjar 1. september en ég er að fara á frönsku upprifjunar námskeið 19-25 ágúst.

Ekki meir um það að segja.

Við heyrumst síðar....

Engin ummæli: