þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Blogg í dag...

...af því að ég er svo hress!

Jamms, allir gestir farnir, fyrir löngu, og við Þóra bara að njóta þess að vera tvö ein í koti, svona eins og 6 mánuði í viðbót. Eftir það er ekkert snúið við.

Annars gengur allt vel, ég er að fara á frönsku námskeið (hverjum hefði nú dottið það í hug) í fimm daga og svo tekur alvaran við þann 1. september. Mér er farið að hlakka svolítið til, en líka kvíði ég allsvakalega þessu nýja verkefni mínu. Þetta er alveg rosalegt, úff og púff. En þetta verður gaman.

Heilsu átakið er farið af stað, svona hægt og bítandi, fór út að skokka í gær og fótboltaæfing í kvöld, fer svo út að skokka á morgun og svo fótboltaæfing á fimmtudag og svo skokk á föstudaginn og svo, ef að ég kemst í liðið þá er leikur á móti OB (Odense Boldklub) á sunnudaginn. Jahá það er sko harkann sex á þessu heimili. Ég ætla samt ekkert að tíunda það sem er borðað eftir þetta alltsaman, það kemur með kalda vatninu.

Annars er lítið að gerast annað en þetta. Við erum að treina verkefnin fram að skóla....maður má ekki ofgera sig á einum degi..

Þangað til næst.

p.s. ný uppskrift hér

Engin ummæli: