föstudagur, september 30, 2005

Enn meira whisky...

Sá þetta á www.mbl.is :

Vill svo skemmtilega til að þetta er fyrsta tegundin af whisky-i sem að ég keypti....

Fengu að nefna dóttur sína eftir viskítegund
Sænsku pari hefur verið leyft að nefnda dóttur sína Edradour, eftir skosku viskíi, en mál fólksins fór fyrir dómstóla í Svíþjóð.
Sænska skattstofan, sem sér um að skrá nöfn nýfæddra barna í Svíþjóð, hafði neitað að skrá nafnið og sagði það tengjast um of áfengum drykk.
Foreldrar stúlkunnar, Magnus og Maria Eklöf, vildu ekki fallast á þessar lyktir mála, og fóru með málið fyrir dómstól í heimabæ sínum Söderhamn, sem er á austurströnd Svíþjóðar. Eklöf hjónin sögðust telja að þeim væri heimilt að nefna dótturina Edradour, sem væri nafn á fallegum bæ í Skotlandi. Þau hefðu heillast af bænum og væru einnig hrifin af því áfengi sem þar væri framleitt.
?Ég hef áhuga á viskíi, en þetta snýst miklu fremur um bæinn,? sagði Magnus Eklöf, faðir stúlkunnar í samtali við sænskt dagblað.

Engin ummæli: