Ég er ekki að skilja þennan leik klukk sem er að tröllríða þessu blessaða interneti. Ég man þegar ég var krakki þá fór ég í svona leik, en það fólst í sér að hlaupa og reyna að ná einhverjum með því að "klukka" hann. Þá elti maður veikasta dýrið i hópnum (sem var reyndar oftast ég) og þegar maður var kominn í námunda við þessa ákveðnu sál sló maður til þess einstaklings og öskraði "KLUKK". Oftar en ekki þá var öskrað á móti "náðir mér ekki" (sem var reyndar raunin þegar ég var másandi og blásandi að reyna að koma þessu "klukk" stússi yfir á einhver annann). Stundum fór maður í stikk og þá var ekki hægt að "klukka" mann, því þá var maður kominn á það svæði þar sem ekkert gat gert þér mein, ekkert. Þar mátti enginn klukka mann og maður varð að segja það hátt og skírt að maður var í stikki. Oftar en ekki þá hófust hið mesta rifrildi út af því að maður var í stikki og þá var ekkert hægt að klukka mann. Hver man ekki eftir þessu?
Nú er svo komið að hún Guðrún Sigríður ákvað að "klukka" mig en hún hefur greinilega ekki heyrt vel í mér því að ég var greinilega búinn að kalla STIKKFRÍ og því ekki hægt að klukka mig. HAHA! Þá er það komið á hreint, ekkert hægt að rífast yfir þessu, hún verður bara að bíta í það súra epli að hún þarf að finna einhverja aðrar sálir til þess að "klukka". Gaman væri aað sjá þessa snillinga sem ekki nenna að fara út og fara í almennilegt "klukk" búa til bloggútgáfu af "einni krónu" eða "fallinni spýtu", hvað með "stórfiskaleik" já eða jafnvel "brennó". Mér þætti nú eflaust ekkert skemmtilegra en að hamra einhverjum ímynduðum bolta í átt að einhverri tölvunni bara til þess að gera eitthvað.
Þið lesendur (báðir) hafið eflaust áttað ykkur á því að ég er ekki að nenna að taka þátt í einhverjum leik sem þýðir að ég verði að uppljóstra 5 staðreindum um mig sem að fáir jafnvel enginn veit. Það er nú kanski ástæða fyrir því að enginn veit þessar staðreindir, hefur enginn pælt í því.
Sumir hafa skellt inn bara einhverjum staðreyndum um sig, eitthvað sem að skiptir ekki máli eins og hver draumaprinsinn sé og svona en ég fór að hugsa mig um. Hvað ef sá sem að fann upp á þessu "bloggklukki" hafi ætlað að segja eitthvað svakalega merkilegt, eitthvað sem að hann/hún hefur ekki þorað að segja fyrr en einhver "klukkaði" hann/hana, já hvað ef? Hvað ef að sá/sú hefur ekki enn verið "klukkuð/aður"?
Ég veit!
Til þess að enda þessa vitleysu og loka hringnum þá klukka ég þig kæri bloggari sem fann upp á þessarri vitleysu, komdu þessu máli út og hættum þessu helvítis bulli.
Viriðingarfyllst
ÉG
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli