þriðjudagur, september 13, 2005

Er í skólanum....

...að reyna að læra. Er kanski ekki alveg að skilja verkefnið mitt en það hlýtur að reddast, er það ekki.

Verkefnið er að skrifa 400 orða ritgerð um uppbyggingu sonnettunar Sunday Morning eftir Louis Macneice. Veit í raun ekkert um uppbygginu á sonnettu. Hlýt að finna þetta einhversstaðar.

Hvað er annars að frétta! Sá á MBL.is í morgun að Bessi Bjarnason er látinn. Mikill missir fyrir íslenska leiklist að mér finnst. Maður hefur svosem alist upp með Bessa, ég hlustaði oft á plötur þar sem að hann las upp ævintýri hjá Lúllu frænku, svo átti ég nú einhverjar kassettur með kallinum. Maður verður kanski að fara að grafa þetta upp og fara að hlusta á þetta aftur, ætli það sé ekki búið að gefa þetta eitthvað út á CD? Veit einhver það?

Af okkur Þóru er allt það sama að frétta, EKKERT. Jú, ég er að fara á klakamót núna um helgina, sem þýðir að það verður en einn sunnudagurinn í þynku hjá gamla manninum mér. Úfff. Ég tek því samt rólega á laugardeginum, ég þarf að keyra hinar fyllibytturnar heim á sunnudaginn... ekki gott að vera þunnur við það.

Jæja ætli ég sé ekki búinn að eyða nægum tíma í ekki neitt, best að fara að leita eftir uppbyggingu á sonnettu...púff og dæs, en svona er það víst að vera í skóla.

Þangað til næst.

Engin ummæli: