...og ég er að skrifa fyrstu ritgerð vetrarins, úrdrátt frá söguþræðinum í smásögunni A Forever Kind Of Things eftir Hugh B. Cave.
Annars er lítið að frétta. Þóra fór til ljósmóður í gær og ljósa sagði að allt væri normalt, sem er náttúrulega bara frábært.
Bíllin er frábær, og bensínverðið á niðurleið hér í DK. En á Íslandi? (hehe)
Það styttist í að við strákarnir förum í fótboltaferð upp til Aalborgar, en þar verður haldið hið árlega Klakamót, sem er fótboltamót fyrir íslenska karlmenn búsetta í danmörku. Við förum ca. 30 héðan frá Odense á 51 manna rútu, sem að ég keyri. Ég held að ég hafi ekki verið með alla fimm í gangi þegar ég bauðst til að keyra 29 íslenskar fyllibyttur til Aalborg. Óóó var ég ekki búinn að segja ykkur það að það verða 15 kassar af bjór með í för uppeftir. Þetta verður eitthvað ævintýri, en eflaust gaman.
Jæja, ég ætla að lesa úrdráttinn yfir og segja þetta svo gott í kvöld. Þarf líka að marinera lambakjötið fyrir íslendingagrillið sem verður annaðkvöld.
See you later...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli