Já í dag er menningadagur hér í Odense, og viti menn það rignir. En það á víst að hitna snarlega í kvöld og stytta upp. Við Þóra ætlum að fá okkur eitthvað gott að borða í bænum í kvöld með Heiðrúnu og Hauki. Það verður nú gaman.
Af okkur er annars lítið að frétta, settum bílinn á númer í gær, það tók ekki nema 3 tíma, þar af klukkutíma bið á lögreglustöðinni, ég er ekki að skilja þetta. Biðstofan þar er nú ekki mikil en samt þurfa kerlingarnar (stundum bara kerlingin) að bíða með það að kalla næsta númer til sín í allt að tvær mínútur, WHY? Það tekur 10 sekúndur að koma sér frá einum vegg til annars þarna inni......ekki að skilja þetta. Þegar við Þóra komum þarna í gær þá voru ekki nema eitthvað um 20 manns á undan okkur..........frústrerandi. En þetta lukkaðist allt saman og við fengum númerið XS 40 459 sem er ágætt, við spurðum hvort að við gætum fengið 460 í staðinn og þá var svarið: "Þið verðið þá bara að bíða þangað til einhver tekur 459 númerið, ég verð sko að taka þetta í röð annars fer allt í kássu hjá okkur", ég hugsaði með mér BÍÐA, NEI TAKK ekki meir.
Skólinn byrjar svo á fullu á mánudaginn hjá mér, ég er ekki alveg viss um þetta frönsku dót. Frönsk setningafræði, ég veit ekki, ég kann ekki einusinni íslenska setningafræði. Verð bara að sjá til hvernig þetta fer, ætla að tala við námsráðgjafa í vikunni um þetta mál, það er kanski hægt að flytja mig yfir í enskunámið. Læt ykkur vita.
Jæja ætli þetta sé ekki komið gott í bili. Var að setja inn nýja uppskrift hér, svona eina sem gott er að baka í rigningu eins og er hjá mér í dag, ætla einmitt að baka þetta núna.
Þangað til næst, over and out.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli