mánudagur, ágúst 29, 2005

Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn...


Já við vorum að versla okkur svona bíl. Þetta er VW Golf III Joker stationwagon. Árgerð 1997 og ekki keyrður meira en 89 þús. km. Liturinn er Perlugrænsanseraður.

Já við erum í skýjunum, við erum ekki búin að tala um að versla bíl nema í svona sirka tvö ár. Og núna erum við loksins búin að versla eitt stykki. Keyra, keyra, keyra eru núna nýjasta uppáhaldsorðið okkar. HEHE...

Við förum niður til Hamburg á miðvikudaginn til þess að ná í hann, en við keyptum hann einmitt þar. Hann verður sóttur og keyrður upp að landamærum, þar verður hann fylltur af bjór fyrir klakamótið og skipt verður af þýskum númerum yfir á dönsk leigunúmer. Á fimmtudaginn fer hann svo í tollskoðun og vonandi, ef að allt gengur vel þá verðum við komin á dönsk númer á fimmtudag/föstudag. JAHÚÚÚÚÚ.........

Annars er ekki mikið að frétta, við erum að fara að byrja í skólanum á fimmtudaginn, ég er svolítið stressaður að ég hafi ekki valið rétta námið, en ég prufa þetta og skipti þá bara í vetur ef að allt fer í hund og kött. Þóra ætlar að vera í skólanum fram að áramótum og taka sér svo frí eins og flestir vita....

Þangað til næst...

Ciao

p.s. ný uppskrift hér

Engin ummæli: