mánudagur, október 31, 2005

Helgin....

Já þá er hún búin þessi helgi.

Það var nú ekki mikið gert svosem. Ef ég byrja á fimmtudag þá fórum við Þóra í graskerskaup og skárum út í það glæsilega norn sem að þið getið séð á myndasíðunni okkar.

Á föstudaginn þá var Þóra mestan daginn í skólanum og ég heima að laga til. Seinnipartinn þá fór ég að versla veigar og meira fyrir lokahóf knattspyrnudeildar Ísafoldar sem haldið var á laugardaginn. Á föstudagskvöld var lítið gert, aðallega slappað af bara.

Á laugardeginum fór ég snemma út (ca.12) keypti mér Chivas Regal pela til að taka með í partýið um kveldið. Skellti mér í bíltúr til að sækja félagana í fótboltanum, því að við ætluðum að skella okkur í golf rétt fyrir utan Odense. Þetta var fínasti dagur þarna á golfvellinum, spilað var eftir einhverju Texas Skramble fyrirkomulagi og mér gekk bara vel, eiginlega rosalega vel miðað við að ég hef aldrei spilað þessa íþrótt fyrr. Átti nokkur góð skot og nokkur (líklegast fleiri) slæm skot.
Um kvöldið var komið að því að drekka þessa fimm bjórkassa og 5 skotflöskur sem að voru keyptar á föstudeginum. Var þetta heljarinnar geim og held ég að allir hafi skemmt sér vel. Gefin voru verðlaun fyrir hitt og þetta og var undirritaður valinn kynþokkafyllsti leikmaðurinn fyrir árið 2005. Myndirnar koma bráðlega.

Eins og búist var við þá lá ég í þynku á sunnudeginum, fórum samt í BILKA til að versla þar sem að ekkert var til í ísskápnum. Fórum svo út að borða og ætluðum í bíó en maturinn tafðist þannig að það var bara farið á vídeoleiguna og sótt ein góð. Horfðum á Örninn og svo á DVD....

Fínasta helgi í alla staði.

Næsta helgi verður svo í Kaupmannahöfn með Ingvari og Írisi, Jóa og Rögnu og Gerðu (held ég).


p.s. hver er Harpa sem að commentaði hjá mér í seinasta bloggi???

Engin ummæli: