þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Jólabakstur...

Ég gleymdi nú að segja það að ég er búinn að baka eina köku fyrir jólin. Þetta er svona ávaxtakaka og það er búið að taka mig um tvo sólarhringa, frá undirbúningi til pökkunar að gera þessa köku klára. Fyrst þurfti ég að láta alla ávextina drekka í sig shérrí yfir sólarhring, svo var kakan bökuð í ca. 2 tíma og svo var hún látin kólna í forminu og það tók góðan tíma.

En þetta er gert fyrir húsfreyjuna hér á Elmelundsvej, þar sem að henni þykir þetta víst gott. Ég er nú ekki mikið fyrir þetta. Svo fer maður að undirbúa flatkökurnar og kleinurnar svo að þetta verði nú almennileg jól.

Já annars er ekkert að frétta....það er ennþá svona milt veður hjá okkur, svolítill raki (það stoppar samt ekki nágrannana í því að hengja út þvott, þó svo að hann þorni ekki í svona raka) en fimmdaga spáin er fín og svo er það bara köben um helgina, ekki til að sjá Sálina heldur til að hitta góða vini.

Engin ummæli: