þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Kaupmannahöfn og myndir

Já við Þóra skelltum okkur til Kaupmannahafnar á föstudags morgun í fylgt þeirra Jóa og Rögnu. Markmið ferðarinnar var að hitta Ingvar og Írisi. Það tókst.

Eyddum allri helginni í því að sitja á mismunandi kaffihúsum og sötra kaffi og bjór til skiptis, fórum út að borða á ítalskan og svona amerískan stað en hann heitir nú samt skosku nafni (???)
Fórum svo á Foley´s (írskur pöbb) og fengum okkur Tuborg Julebryg (sem eru reyndar vonbrigði, eins og pöbbinn sem var alltaf skemmtilegur). Á laugardeginum var farið á röllt um strikið og sest inn á staði til að sötra meira kaffi og bjór. Um kvöldið fórum við á Rosie McGees og fengum okkur gott (og mikið) að borða þar, svo var farið á rölltið til að finna einhverja stemningu, en hún var hvergi að finna þannig að við fórum upp á hótel til að fara að sofa. Á sunnudeginum var farið út til þess að hitta hann Jannis (grísk/danski risinn sem vill vera íslenskur líka). Hittum hann á Dubliners og þar var fengið sér að drekka og sumir að borða. Eftir það fórum við á ævagamallt köku hús LaGlace sem er náttúrulega bara snilld útaf fyrir sig. Sátum þar í dágóða stund, en þá var farið áfram í átt á lestarstöðinni þar sem við ætluðum að ná lest til Odense um kl. 18.00. Stoppuðum við á Bryggeriet og fengum okkur heimabruggað jólaöl sem er eitt það besta sem að ég hef fengið EVER. Hittum bruggmeistarann og hann leiddi okkur í gegn um sannleikan um ölið, sem var gaman og fræðandi. Eftir þetta var haldið heim á leið.

Það eru myndir af þessu hér.

Góðar stundir

Engin ummæli: