föstudagur, nóvember 18, 2005

Komið að enn einu blogginu...

Maður verður nú að halda þessu uppi, það er annað en margir aðrir sem að eru hættir.

Akkúrat núna eru ca 3°C úti og sól, stillt veður og fallegt. Ég, aftur á móti, sit inni og er að reyna að læra (gengur ekki vel). Ég er að gera lokaverkefni í munnlegri tungumálafærni en þar á ég að svara 4 spurningum um hitt og þetta sem að tengist enskri tungu.

Svo þegar ég er búinn að því þá þarf ég að búa til thesis um lokaritgerðina í bókmenntafræðinni en þar er ég búinn að velja mér efni um A.S. Byatt sem er amerískur rithöfundur (kvk) og skrifar mikið smásögur. Þessar ákveðnu smásögur fjalla á einn eða annann hátt um listamanninn Matisse.

Svo eftir það þá þarf ég að gera lokaverkefnið í sögu ensku tungunnar en það á að fjalla um sögu -es endingunnar í ensku. Spennandi fynnst ykkur ekki?

Allt þetta þarf ég að vera búinn með fyrir 15. desember n.k.

Þá á ég bara eftir að gera lokaritgerðina í sögu sem ég á að skila 5.jan 2006. Og eftir það þá er það bara lærdómur, lærdómur, lærdómur fyrir eina prófið sem að ég fer í einhverntímann í janúar.

Svo er það STÓRA verkefnið í janúar: Frumburðurinn kemur í heiminn....

Góðar stundir!

Engin ummæli: